Fjárfestirinn og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg hefur fest kaup á öllu hlutafé Special Tours í Reykjavík. Frá þessu er greint í DV.

Haft er eftir Eyþóri að hann telur að ferðaþjónustuna áhugaverðan geira. Hann kveðst spenntur yfir því að geta farið með ferðamenn út í náttúruna svona stutt frá Reykjavík.

Fyrirtækið sérhæfir sig í hvalaskoðun frá Reykjavíkurhöfn og var rekið með 79 milljón króna hagnaði í fyrra. Fyrirtækið á sér 20 ára sögu og hefur vaxið jafnt og þétt að sögn Eyþórs. Honum þykir þessi grein ferðaþjónustunnar hvað mest spennandi og jákvæð.