Eyþór Arnalds frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins hlaut 886 af 1.400 töldum atkvæðum í leiðtogaprófkjöri flokksins sem fram fór í dag. Það samsvarar um 63% af töldum atkvæðum.

,,Hlusta þarf á fólkið og tala skýrt," segir Eyþór en aðspurður hvort flokkurinn verði á móti svokallaðri borgarlínu sagði hann það ekki tímabært heldur eitthvað sem horfa þyrfti til lengri framtíðar, enda önnur mál sem brenni á borgarbúum nú.

,,Sjálfstæðismenn vilja fyrst og fremst góðar samgöngur, bæði strætó og gatnakerfið, og viljum við einblína á leikskólana og húsnæðismál."