Eignarhaldsfélagið Ramses ehf., sem er í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. 17 milljóna rekstrartap var á árinu en hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga nam 33 milljónum.

Eignir félagsins námu 599 milljónum króna í lok árs og lækkuðu um 182 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall í lok árs var 80% og lækkaði um 10 prósentustig milli ára.