*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 4. apríl 2017 08:18

Eyþór kaupir fjórðung í Morgunblaðinu

Eyþór Arnalds á nú 26,62% í Þórsmörk ehf, sem á Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, eftir kaup á eignarhlutum af Samherja, Síldarvinnslunni og Vísi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þórsmörk ehf. er eignarhaldsfélag útgáfufélagsins Árvakur hf, sem gefur út Morgunblaðið, en nú hefur Eyþór Arnalds eignast ríflega fjórðungshlut í félaginu.

Samherji átti 18,43% hlut í félaginu í gegnum félagið Kattarnef ehf. en við sölu á öllum hlut félagsins til Eyþórs Arnalds er Samherji nú farið úr eigendahópnum.

Eyþór hefur einnig keypt 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. og 2,05% hlut Vísis hf, svo alls á hann nú 26,62% hlut í blaðinu. Viðskiptin eru gerð með þeim fyrirvara að aðrir hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum, að því er segir í frétt Morgunblaðsins um eigin mál.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is