Meirihlutinn heldur í könnuninni en ég á ekki von á að það gerist á kjördag,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg. Flokkurinn mælist nú með 24,8% og 7 borgarfulltrúa en mældist með 29% fylgi í könnun sem Viðskiptablaðið birt fyrir um tveimur mánuðum og 8 borgarfulltrúa inni. Þetta eru viðbrögð Eyþórs við niðurstöðu könnunar sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag . Meirihlutinn í borginni heldur samkvæmt könnuninni.

„Ég á von á að Samfylkingin gefi eftir eins og við sjáum að hinir flokkarnir í meirihlutanum hafa gert. Það er athyglisvert að Sósíalistar séu komnir á blað og líka athyglisvert að sjá tvo hægriflokka í viðbót, Viðreisn og Miðflokk, koma inn. Það eru því þrír nýir flokkar inni og nýtt landslag í borginni og staðan galopin.“

Eyþór bendir á að Dagur sé eini oddvitinn sem gefi kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn frá yfirstandandi kjörtímabili. „Hann hefur verið sextán ár í borgarstjórn. Þeir sem leiða hina listana eru að koma nýir inn og ég sé sterka kröfu um breytingar. Meirihlutaflokkarnir skynja líka þennan vilja til breytinga, bæði VG og Píratar þannig að ég er viss um að það verði breytingar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .