Hugbúnaðarfyrirtækið GRID hefur fengið 1 milljón dollara fjárfestingu í gegnum svokallaða englafjárfestingu, en englafjárfestar eru fjárfestar sem fjárfesta einungis í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum. Þetta kemur fram á vefsíðu Northstack .

Hjálmar Gíslason, stofnandi og forstjóri, kveðst vera í skýjunum yfir því að alþjóðlegir fjárfestar skuli slást í för með GRID í átt að metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins. Hann segir jafnframt að fyrirtækið hlakki til samstarfsins við fjárfestana við að stækka umfang fyrirtækisins.