*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 6. febrúar 2018 12:42

Fá 100 milljónir í hlutafjáraukningu

Hugbúnaðarfyrirtækið Hugbúnaður hf. fær 1 milljón dala hlutafjáraukningu frá Varða Capital og Wise lausnum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gunnar Björn Gunnarsson framkvæmdastjóri Hugbúnaðar hf. og einn af stærri hluthöfum í félaginu segir að tilkoma fjárfestingarfélagsins Varða Capital ehf. og hugbúnaðarfélagsins Wise lausnir ehf. inn í félagið marki tímamót í starfsemi félagsins. Morgunblaðið segir frá málinu.

Samtals leggja félögin andvirði 1 milljón dala af auknu hlutafé inn í félagið, en Varða Capital leggur 75% af því en Wise lausnir 25%. Félagið hefur þróað kassakerfi fyrir verslanir sem gengur undir nafninu Centara, en Gunnar Björn segir kerfið vera orðið samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði.   

„Við erum með viðskiptavini úti um allan heim. Þar má nefna Jysk í Kanada og Christiania Glasmagasin í Noregi sem eru 300 ára gamlar verslanir, þær elstu í Noregi,“ segir Gunnar Björn. „Svo erum við með Burger King-hamborgarastaði í Vestur-Evrópu í samstarfi við Toshiba Tec.“