*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 5. ágúst 2021 08:26

Fá 1.000 dollara gegn bólusetningu

Vanguard hefur lofað starfsmönnum sínum í Bandaríkjunum 1.000 dollurum gegn bólusetningu.

Ritstjórn
Jack Bogle stofnaði Vanguard fyrir rúmum 45 árum.
Aðsend mynd

Bandaríska fjárfestingafélagið Vanguard hefur lofað að borga starfsmönnum sínum í Bandaríkjunum 1.000 dollara, um 125 þúsund krónur, gegn því að þeir láti sprauta sig með bóluefni. BBC greinir frá. 

Starfsfólk þarf að sýna fram á að það hafi látið bólusetja sigi fyrir október á þessu ári til þess að eiga möguleika á greiðslunni. Um 16.500 starfa hjá félaginu og gæti þessi lausn því kostað félagið allt að 16,5 milljónir dollara.

Faraldurinn er í miklum vexti í Bandaríkjunum en Delta afbrigðið ríður nú yfir landið. Þá hefur hægst nokkuð á bólusetningum í mörgum hlutum landsins. 

Bandarísk fyrirtæki hafa farið mismunandi leiðir til að hvetja starfsfólk sitt til að láta bólusetja sig. Microsoft og Google hafa skipað starfsfólki sínu að láta bólusetja sig en fjárfestingafélagið Blackrock hefur ekki hleypt óbólusettu starfsfólki inn á skrifstofur félagsins síðan í júlí.

Stikkorð: Vanguard