Sýslumaðurinn á Svalbarða greiðir um 80 milljónir króna, um 20 milljónir króna á mánuði, í sumar til Landhelgisgæslunnar fyrir leigu á varðskiptinu Tý. Skipið er leigt frá maí og fram í september. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að framlengja leigutímann um einn mánuð ef þurfa þykir.

Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Morgunblaðið, að varðskipið Ægir muni sinna þeim þeim verkefnum sem Týr átti að sinna. Ekki hafi verið stefnt að því að hafa Ægi í rekstri á þessu ári sökum fjárskorts.

Auk þess að leigja Tý út leigir Landhelgisgæslan sömuleiðis flugvélina TF-SIF til Frontex, landamæraeftirlits Evrópusambandsins, fyrir botni Miðjarðarhafsins. Vélin er notuð við eftirlit með straumi flóttafólks frá N-Afríku til Evrópu og við eftirlit með bátum sem notaðir eru til eiturlyfjasmygls.