Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Skiptast greiðslurnar eins og hér segir:

  • Gisting og fæði í einn sólarhring                               kr. 26.100
  • Gisting í einn sólarhring                                             " 14.300
  • Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag   " 11.800
  • Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag               " 5.900

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. febrúar 2019 að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins, en þar segir jafnframt að nefndin fari þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki.

Einnig er athygli vakin á að meginreglan sé að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Viðmið ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga.