*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 21. febrúar 2017 09:44

Fá 473 milljónir fyrir 3% hlut

TM hefur selt hluta af eignarhlut sínum í móðurfélagi Arnarlax, en heildarverðmæti alls hlutarins nam tæplega 1,2 milljarðar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tryggingamiðstöðin hefur selt 3% hlut í móðurfélagi Arnarlax, en fyrir átti TM 7,4% eignarhlut í hinu norska Kvitholmen, segir í tilkynningu til kauphallarinnar.

Fékk TM 35,7 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 473 milljónum íslenskra króna, fyrir söluna, sem jafngildir því að allur eignarhlutur félagsins sé metinn á 89,1 milljónir norskra króna, eða 1.177 milljónir íslenskra króna.

„Bókfært virði eignarhlutarins er 858 m.kr. og því bókfærir TM 319 m.kr. í gengismun á 1. ársfjórðungi vegna þessara viðskipta," segir í tilkynningunni.

„TM fjárfesti fyrst í Arnarlaxi í árslok 2014. Frá þeim tíma hefur TM verið einn af stærstu hluthöfum félagsins. TM mun eftir viðskiptin eiga 4,4% eignarhlut í Kvitholmen og mun því áfram verða einn af stærstu hluthöfum félagsins.“

Fjárfestingartekjur umfram áætlanir

Í tilkynningunni segist TM eftir sem áður hafa mikla trú á fiskeldi á Íslandi sem atvinnugrein en einnig segir að ávöxtun fjárfestingaeigna TM hafi gengið vonum framar.

„Fjárfestingartekjur eru áætlaðar um 750 m.kr. það sem af er ári sem er langt umfram áætlanir en á 1. ársfjórðungi eru fjárfestingartekjur áætlaðar 404 m.kr."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is