*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 19. desember 2017 13:42

Fá 700 þúsund króna miskabætur

Hæstiréttur úrskurðar að tveir umsækjendur um embætti við Landsrétt hljóti miskabætur en hafnar kröfum um skaðabætur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hæstiréttur hefur fallist á miskabótakröfur hæstaréttarlögmannanna Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar að fjárhæð 700.000 krónur vegna skipunar dómara við Landsrétt. Hins vegar sýknaði Hæstiréttur íslenska ríkið af skaðabótakröfu þeirra að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Áður hafði Hæstiréttur vísað frá dómi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar en sú krafa laut að ógildingu þeirrar ákvörðunar dómsmálaráðherra að leggja ekki til við Alþingi að þeir yrðu skipaðir í embætti dómara við Landsrétt.

„Niðurstaða Hæstaréttar kveður á um að lagðar eru ríkari skyldur á ráðherra að rannsaka málið með sjálfstæðum hætti,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. 

„Ég mun af þeim sökum bregðast við þessari niðurstöðu Hæstaréttar með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, eins og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is