Viðskiptavinir Símans fá aðgang að tónlistarveitunni Spotify, samkvæmt nýjum samningi sem undirritaður hefur verið um það. Premium áskrift Spotify sem fylgir öllum Snjallpökkum Símans  frá og með deginum í dag.

„Þúsundir Íslendinga þekkja Spotify nú þegar af eigin raun og geta tryggt sér úrvalsþjónustu veitunnar án aukakostnaðar í sex mánuði, séu þeir í viðskiptum við Símann,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans í tilkynningu. „Við erum himinlifandi með samstarfið við Spotify enda höfum við tryggt viðskiptavinum okkar hágæða tónlistarþjónustu og löglega leið til að njóta uppáhalds tónlistar sinnar hvar sem er,“ segir hann.

„Það er okkur mikil ánægja að greina frá þessum samstarfssamningi Spotify og Símans,“ segir Jonathan Forster, framkvæmdastjóri yfir starfsemi Spotify á Norðurlöndunum, jafnframt í tilkynningunni.