*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Fólk 6. nóvember 2019 10:18

Fá Claire Broomhead til liðs við sig

Lögmaðurinn Claire Broomhead gengur til liðs við BBA//Fjeldco á skrifstofum þeirra í Lundúnaborg, og verður meðeigandi.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar lögfræðistofunnar BBA/Fjeldco á Íslandi eru í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2
Aðsend mynd

Enski lögmaðurinn Claire Broomhead hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco í London sem eigandi. Ráðning Claire er ætlað að efla skrifstofu BBA//Fjeldco í London og styrkja alþjóðlega starfsemi stofunnar.

Claire hefur umfangsmikla reynslu af fyrirtækjalögfræði, samrunum og kaupum og sölum fyrirtækja, fjárhagslegri endurskipulagningu félaga og almennri ráðgjöf við fyrirtæki, og hefur unnið að mörgum af stærstu viðskiptaverkefnum á Íslandi síðan 2011. Claire vann áður hjá Eversheds í Bretlandi, Mallesons Stephen Jaques í Ástralíu og Logos í London.

Með skrifstofu BBA//Fjeldco í London og alþjóðlegum réttindum starfsmanna stofunnar, ásamt umfangsmiklu neti af alþjóðlegum lögfræðistofum, bönkum og fjárfestingasjóðum, leggur BBA//Fjeldco áherslu á að stofan sé skýr valkostur við val á ráðgjafa í verkefnum sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Bretlands sem og öðrum alþjóðlegum verkefnum.