Ritter Sport súkkulaðiplöturnar verður eina súkkulaðið til sölu í ferningslöguðu pakkningum í Þýskalandi eftir úrskurð Hæstaréttar þar í landi. Niðurstaðan kom í kjölfar áralangra tilrauna Milka, samkeppnisaðila Ritter, til að fjarlægja einkaréttinn á lögun súkkulaðistanganna. DW segir frá .

Hæstaréttardómarar kváðu um að lögunin gæfi vörunni ekkert umframvirði sem gæti haft áhrif á súkkulaðival neytenda. Þeir sögðu jafnframt að neytendur sæju ferningspakkningarnar einungis sem merki um að súkkulaðið væri framleidd hjá tilteknu fyrirtæki. Lögunin hafi ekkert listrænt virði og engin áhrif á verðmun.

Samkvæmt þjóðsögu innan fyrirtækisins má rekja ferningsformið til Clara Ritter, annars stofnenda Ritter, sem vildi að súkkulaðið kæmist inn í vasa á venjulegum sportjakka án þess að það myndi brotna en væri þó jafnþungt og venjulegt ferhyrningslagað súkkulaði.