Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem rukka aukakostnað samkvæmt gjaldskrá, munu ekki njóta kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands samkvæmt reglugerðardrögum heilbrigðisráðherra. Frestur til umsagna er til 23. apríl nk.

Árið 2018 rann út samningum sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og hafa samningar ekki náðst um kostnaðarþátttökum. Lögum samkvæmt hefur ráðherra tímabundnarheimildir til að ákveða gjaldskrá fyrir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga og hefur það verið gert.

Þeim gjaldskrám hefur verið mótmælt af hálfu sérgreinalækna sem telja hana of lága. Af þeim sökum hefur hluti þeirra brugðið á það ráð að rukka sjúklinga um komugjöld en ríkið tekur ekki þátt í greiðslu þeirra.

Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki upplýsingar um umfang þessara gjalda og þau standa fyrir þrifum því kerfi sem sett hefur verið upp af hinu opinbera með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Fyrirhugar heilbrigðisráðherra að gera breytingu á reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands þess efnis að reglugerðin taki ekki til þeirra sem setji aukagjöld samkvæmt slíkri gjaldskrá.