Tæpur helmingur skilaskyldra fyrirtækja höfðu skilað ársreikningi á þriðjudag, þ.e. 1. október síðastliðinn. Þá var liðinn mánuður frá því lögbundinn skilafrestur var liðinn. Aðeins rétt um 22,1% fyrirtækja skilaði ársreikningi áður en fresturinn rann út. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði netmiðilsins Kjarnans sem kom út í dag. Þar segir jafnframt að af 16.106 ársreikningum sem hafa skilað sér voru 464 óundirritaðir.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Kjarnann að þótt skilin hafi batnað þá þurfi að gera betur. Hann segir að lagt hafi verið til að þau fyrirtæki sem ekki skili ársreikningum verði leyst upp. Lítil lukka hafi verið með hana en þáverandi viðskiptaráðherra og Samtök atvinnulífsins talið farsælla að hækka sektir.

„En sekt ein og sér hefur í raun engan tilgang. Í umferðarlögunum er þetta til dæmis þannig að ef þú keyrir of hratt færðu sekt. Ef þú keyrir oft of hratt ertu sviptur ökuréttindum,“ segir hann.