Borgarráðs hefur staðfest synjun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 27. september um leyfi til að að reisa 4 hæða viðbyggingu á lóðinni Laugavegi 105 við Hlemm.

Í Morgunblaðinu kemur fram að eigendur hótelsins Hlemms Square hafi viljað byggja viðbyggingu með fjórum hæðum ofan á þaki jarðhæðar. Fyrir séu 13 íbúðir í húsinu. Laugavegur 105 er nú sex hæðir þar sem það er hæst, en einungis er óskað eftir að byggja við bakhlið hússins.

Umhverfis- og skipulagsráð taldi hins vegar að byggingin hefði ótvírætt verndargildi og njóti verndar götumyndar í deiliskipulagi. Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni og byggt árið 1926.