Eigendur Íslandsbanka fengu greidda samtals fjóra milljarða króna í arð á síðasta ári eða um 17% af hagnaði ársins 2013. Arðgreiðslustefna bankans gerir hins vegar ráð fyrir að eigendur fái 40% af hagnaði. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Bæði Íslandsbanki og Arion banki eru að mestum hluta í eigu erlendra kröfuhafa. Þannig á Kaupþing 87% í Arion banka í gegnum félagið Kaupskil og svo á Glitnir 95% hlut í Íslandsbanka. Kröfuhafarnir fá arðinn hins vegar aðeins greiddan í íslenskum krónum og hafa takmarkaða möguleika á að skipta þeim í erlenda mynt vegna fjármagnshafta.