Tónlistarmenn munu fá endurgreiddan 25% af kostnaði á upptöku tónlistar - ef að frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verði að lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Byggi frumvarpið á sömu hugmyndafræði og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.

Markmið frumvarpsins er að efla tónlistariðnaðinn sem iðngrein. Lagt er til að útgefendur tónlistar njóti ívilnana í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar.

Þrátt fyrir að vegur íslenskrar tónlistar hafi farið ört vaxandi, þá er talið að rekstrargrundvöllur útgáfuaðila á Íslandi veikst. Það stafar helst til af erfiðum starfsskilyrðum vegna smæðar og takmarkaðs fjármagns.

Þetta kerfi á sér ekki hliðstæðu og vonast er eftir að erlendir aðilar - komi til með að hljóðrita tónlist hér á landi.

Lagt er til að frumvarpið öðlist gildi 1. janúar 2017 og að þau gildi næstu fimm árin.