Kröfuhafar þrotabús Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, fá rétt rúma fjóra aura til baka af hverjum hundrað krónum sem þeir gerðu kröfu um í þrotabú hans. Björgólfur var persónulega ábyrgur fyrir hluta af skuldum margra félaga sem honum tengdust. Björgólfur var kjölfestufjárfestir í Landsbankanum, hélt á stórum hlut í Eimskip, fjárfestingarbankanum Straumi og fleiri félögum, þar á meðal í breska knattspyrnufélaginu West Ham.

Lýstar kröfur í þrotabú Björgólfs námu rúmum 100 milljörðum króna. Samþykktar kröfur voru hins vegar nokkuð lægri eða rétt rúmlega 85 milljarðar króna. Samþykkt var á fundi Sveins Sveinssonar skiptastjóra með kröfuhöfum í dag að kröfuhafar fái 35 milljónir króna eða sem nemur 0,0412% upp í samþykktar kröfur í þrotabúið.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Verkfræðingar búa til nýjan álgreini
  • Lögboðnir stjórnarhættir brotnir víða
  • Efnahagsbatinn einna mestur hér á landi
  • Löngu verðtryggðu lánin þrýsta íbúðaverði upp
  • Mörg fyrirtæki útvista fjármálaþjónustu til Fjárvakurs
  • Helga Árnadóttir hjá Samtökum ferðaþjónustu segist vilja sjá sérstakt Ferðamálaráðuneyti í ítrlegu viðtali
  • Staðan batnar hjá sveitarfélögunum
  • Ísland færist ofar á lista yfir samkeppnishæfni þjóðanna
  • Straumlínustjórnun nýtur vaxandi vinsælda
  • Ísland með forskot í álframleiðslu
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem skrifar um hótanir og þöggun í háskólasamfélaginu
  • Hvað er Halldór Jörgensson að gera?
  • Óðinn veltir fyrir sér hver það sé sem gæti varðhundanna
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður og margt, margt fleira.