Óvenju fá frumvörp urðu að lögum á Alþingi á síðustu tveimur árum vinstriríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Engu að síður var fjöldi frumvarpanna sem lögð voru fram sambærileg og árin á undan. Fram kemur í svörum skrifstofu Alþingis við fyrirspurn netmiðilsins Spyr.is .

Í svörum skrifstofu Alþingis kemur fram að algengt sé að um 230 til 250 séu lögð frá á hverju þingi og að um 50-60% þeirra verði að lögum. Á árunum 2011 til 2013 var hlutfallið hins vegar undir 40%

Á kjörtímabilinu öllu, þ.e. 2009-2013, voru samkvæmt upplýsingum Spyr.is lögð fram 995 frumvörp og urðu 465 þeirra að lögum. Á árunum 2009 til 2010 urðu samtals 471 frumvörð lögð fram og 273 þeirra að lögum. Á seinni hluta kjörtímabilsins voru hins vegar lögð fram 484 frumvörp og urðu aðeins 192 þeirra að lögum.