Fá fyrirtæki standa undir miklum meirhluta tekjuskattsgreiðslna fyrirtækja samkvæmt nýrri grein eftir Pál Kolbeinsson, rekstrarhagfræðing hjá Ríkisskattstjóra, en greinin birtist í Tíund.

Alls eru skráð og gjaldskyld tæplega 40.000 fyrirtæki en tiltölulega fá fyrirtæki standa undir miklum hluta tekjuskattgreiðslna fyrirtækja:

  • 10 fyrirtækin sem greiddu mest greiddu alls 24,3 milljarða króna eða 38,2% alls tekjuskatts fyrirtækja.
  • 20 fyrirtækin sem greiddu mest greiddu alls 29,2 milljarða króna eða 45,8% alls tekjuskatts fyrirtækja.
  • 50 fyrirtækin sem greiddu mest greiddu alls 34,5 milljarða króna, eða um 54,1% alls tekjuskatts fyrirtækja.

Sömu sögu má segja um tryggingagjald, tiltölulega fáir lögaðilar greiða bróðurpart gjaldsins. Þau 10 fyrirtækin sem greiddu mest greiddu alls 19,7 milljarða eða 26,3% af heildarálagningu tryggingagjalds. Þau 50 sem greiða mest greiða um 40% og 100 stærstu greiða um 37,1 milljarð, eða 49,4%.