Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt kaup Facebook á þrívíddarfyrirtækinu Oculus VR. Fyrirtækið sérhæfir sig í sýndarveruleika og hefur þróað hjálm sem magnar upplifunina. Facebook greiðir tvo milljarða dala fyrir Oculus. Þrívíddarhjálmurinn var kostaður með hópfjármögnun.

Reuters-fréttastofan bendir á það í umfjöllun um málið að kaupin á Oculus eru fyrstu kaup Facebook á fyrirtæki sem framleiðir vélbúnað.