Atvinnuleysi Í Danmörku hefur ekki verið minna í annan tíma en nú en í mars fór það niður fyrir 2%.

Í nýrri rannsókn, sem vitnað er til í úttekt Børsen um atvinnumarkaðinn, kemur fram að nú er svo komið að fimmta hvert fyrirtæki í Danmörku greiðir starfsmönnum sérstök verðlaun frá um 76 þúsund upp í 600 þúsund íslenskar krónur fyrir að koma með nýjan starfskraft en oft er hluti upphæðinnar bundinn við það að sá sem er ráðinn sé enn í starfi eftir þrjá mánuði.

FLSmidth er eitt þeirra dönsku fyrirtækja sem bjóða upp á verðlaun og yfirmaður mannauðsmála fyrirtækisins segir ástæðuna vera annars vegar skort á starfsfólki en ekki síður hitt að þessi aðferð gefi góða raun því þeir sem starfsmenn mæli með séu þá fólk sem þeir séu reiðubúnir að vinna með og hafi oftar getuna og hæfileikana sem fyrirtækið leiti að