*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 9. nóvember 2013 15:25

Fá húsnæði við Hlemm

Íslenska tónverkamiðstöðin, Útón og Iceland Airwaves eru að komast undir eitt þak.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Í desember næstkomandi opnar nýsköpunarmiðstöð við Hlemm sem mun hýsa Útón, Íslensku tónverkamiðstöðina og Iceland Airwaves meðal annarra.

Unnið er að lagfæringu á húsnæðinu en það er 275 fermetrar.

Reykjavíkurborg tilkynnti um þetta á mánudag en leit hafði staðið yfir að hentugu húsnæði fyrir skapandi greinar í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Reykjavíkurborg mun leigja húsnæðið af Félagsbústöðum og áframleigja það til Nýsköpunarmiðstöðvarinnar.