Félag atvinnurekenda hvetur sveitarfélög á Íslandi til að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár. Frá þessu er greint á heimasíðu FA . Nýtt fasteignamat Þjóðskrár fyrir árið 2020 var birt í gær og samkvæmt því hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Hækk­un fast­eigna­mats at­vinnu­hús­næðis á höfuðborg­ar­svæðinu verður 5,9% en 9,3% á lands­byggðinni.

77% hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis 2014-2020

Félag atvinnurekenda bendir á að á síðastliðnum fimm árum, 2014-2018, hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu öllu um 44,1%. Skattheimta sveitarfélaganna af atvinnuhúsnæði hækkaði á sama tíma um 43,7%, úr tæpum sextán milljörðum í tæplega 23. Hlutfall álagðs fasteignaskatts af fasteignamati lækkaði á sama tíma úr 1,64% í 1,63%, en lögleyft hámark fasteignaskatts er 1,65%. Það þýðir að langflest sveitarfélög halda fasteignasköttum í eða nálægt hámarkinu, þrátt fyrir gífurlegar hækkanir fasteignamats.

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkaði um 15% frá 2018 til 2019 og nú bætist við 6,9% hækkun, sem þýðir samanlagt 77,2% hækkun fasteignamats á sjö árum, frá 2014 til 2020.