Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins .

Krafan er sett fram í framhaldi af gagnrýni FA á að farmiðakaup ríkisins skuli ekki hafa verið boðin út í meira en tvö og hálft ár.

„Í janúar fór Kastljós RÚV fram á upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu um það fyrir hversu stórar fjárhæðir ríkið skipti við innlend flugfélög. Samkvæmt svari ráðuneytisins gat það ekki fengið upplýsingar um hver hlutur einstakra fyrirtækja væri í þessum viðskiptum ríkisins. Ekki væri “greinanlegt í bókhaldi Fjársýslu ríkisins hver viðskipti við einstök félög eru árlega,” samkvæmt svari fjármálaráðuneytisins,“ segir í frétt félagsins.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hafi hins vegar í framhaldinu bent á að vel væri hægt að sjá hversu mikið væri greitt til einstakra fyrirtækja.

Bréf FA til fjármálaráðuneytisins.