Sakborningarnir í Baugsmálinu eru, meðal annars, ákærðir fyrir að hafa fengið lánað tæpar 850 milljónir frá Baugi til ýmissa viðskipta. Samkvæmt 104. grein laga um hlutafélög er hlutafélagi ?hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félags eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá ? Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til venjulegra viðskiptalána," segir í greininni.

Í ahugasemdum sakborninga, sem fyrst voru birtar í Fréttablaðinu þann 13. ágúst, segir í flestum tilvikum að hafi verið um viðskiptalán að ræða, sem hafa verið endurgreidd. ?Hér er um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil," segir í athugasemdunum við flest lán til stjórnenda Baugs og Fjárfestingafélagsins Gaums. Gaumur er í eigu Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu.

Mörg hver lánanna voru hreinsuð upp með víxli, sem gefinn var út þann 20. maí árið 2002, og greiddur þann 5. september það sama ár, sex dögum eftir að Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerir húsleit í höfuðstöðvum Baugs.

Hrjóbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, segir meinta ?vísvitandi gagnafölsun alvarlegsustu ákæruatriðin ? í því skyni að fá fé út úr" Baugi á meðan félagið var skráð á hlutabréfamarkað, í samtali við Ríkisútvarpið í morgun.

Bresk dagblöð hafa tóku við sér um helgina, eftir að dagblaðið The Guardian fékk aðgang að ákærunum fyrst fjölmiðla. Guardian gerði ekki mikið úr ákærunum og sagði þær ekki taka mið af alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Fréttablaðið birti viðtöl við Jón Ásgeir Jónhannesson og Jóhannes Jónsson á laugardaginn, þar sem þeir segja Ríkislögreglustjóra fremja hryðjuverk og ætlunarverk stjórnvalda sé að ?brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanlegt."