Líklegt er að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greini frá því í dag hvaða formaður stjórnmálaflokks fær umboð til að leiða stjórnarmyndunarumræður. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að fremur ólíklegt verði að það dragist fram á morgundag, 1. maí.

Ólafur Ragnar fundaði á Bessastöðum í gær með fimm formönnum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fundaði með honum fyrstur klukkan ellefu en Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á eftir honum. Hvor þeirra fékk eina og hálfa klukkustund með forsetanum. Þau Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir fengu klukkustund hvert.

Blaðið hefiur eftir Bjarna að hann telji Sjálfstæðisflokk og Framsókn eiga að setja kraft í viðræður sín á milli en að Sigmundur vilji fara hægar í sakirnar.