Úr úttekt í Viðskiptablaðinu, um stöðu Íslands á svonefndum Velsældarlista:

Bent er á að Ísland skari fram úr á sviði öryggis — en þar er bæði horft til öryggis frá hernaði og ámóta ógnum, glæpatíðni, tryggs tjáningarfrelsis og fleiri þátta. Á hinn bóginn stendur Ísland lakast þegar kemur að efnahags- þættinum. Þar hafa höftin sitt að segja, skilvirkni fjármálakerfis, væntingar og fleira. Það er þó ekki svo að Ísland sé alveg niðri í kjallara hvað efnahaginn varðar, það er í 35. sæti af 142. Hlutfallsleg staða í þeim grunnþætti vísitölunnar er hins vegar lakastur þar, sem segir einnig nokkra sögu um góða stöðu í hinum þáttunum sjö, sem lagðir eru til grundvallar.

Velsældarlisti úttekt 30. apríl 2015
Velsældarlisti úttekt 30. apríl 2015
© vb.is (vb.is)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .