Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Frigusar II ehf. um dómkvaðningu matsmanns í skaðabótamáli félagsins á hendur íslenska ríkinu og Lindarhvoli ehf. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í miðri viku. Þræta málsins lýtur að meintu tjóni vegna sölu Lindarhvols á eignarhlut í Klakka.

Samkvæmt mati dr. Hersis Sigurgeirssonar, sem aflað var einhliða áður en málið var höfðað, nemur tjónið 651 milljón króna. Hinum dómkvadda matsmanni verður falið að leggja mat á mat Hersis og telji hann það ófullnægjandi að leggja þá mat á tjónið.