Novator Nova ehf., sem nýlega seldi helmingshlut í Nova til bandaríska fjárfestingafélagsins Pt. Capital, hefur greitt 5,95 milljarða út til hluthafa með lækkun hlutafjár félagsins. Félagið bókfærði hlut sinn í Nova á um 4,5 milljarða í árslok 2020. Pt. Capital átti fyrir helmingshlut í Nova sem keyptur var af Novator árið 2017. Bókfært virði eignarhlutarins í Nova í ársreikningi Novator Nova nam um 4,5 milljörðum króna í lok árs 2020.

Reliquum, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 88,5% hlut í Novator Nova, Omega ehf., í eigu Birgis Más Ragnarssonar og Andra Sveinssonar, 5,6% hlut og Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Nova, og Jóakim Hlynur Reynisson, fyrrverandi tæknistjóri Nova, eiga hvort um sig 2,9% hlut. Út frá því má áætla að Reliquum fái um 5,3 milljarða greidda, Omega um 330 milljónir og Liv og Jóakim hvort um sig um 170 milljónir.

Nova bíður ásamt Sýn eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins á milljarðasölu á 367 sendastöðum til fjárfestingafélagsins Digital Bridge.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .