Margir hafa sagt það standa lausn evrukreppunnar fyrir þrifum hve margir þurfa að koma að ákvörðunum um hana. Þeim hefur raunar fækkað nokkuð eftir hallarbyltingarnar í Aþenu og Róm, þar sem tryggum embættismönnum Evrópusambandsins var komið á valdastóla, en til þess að taka enga áhættu hittust þau Merkel og Sarkozy um liðna helgi og náðu að sameinast um beinskeyttari áætlun en flestir höfðu þorað að vona. Bæði gáfu eftir og stóðu svo þétt að fyrirætluninni að gantast var með að blendingurinn Merkozy hefði tekið öll völd í Evrópu.

Það var ekki fjarri sanni, þessi tvö höfuðríki Evrópusambandsins (ESB) geta farið nokkuð sínu fram innan sambandsins standi þau saman, en nú er einnig svo komið að flestir gerðu ráð fyrir að önnur ríki fylgdu einfaldlega forystu þeirra, dauðfegin að einhver væri að veita ESB og Evrusvæðinu forystu á annað borð eftir ringulreið, upplausn og efnahagsóvissu undanfarinna mánaða og missera. Áhyggjur af lýðræðishalla og þess háttar mættu bíða betri tíma.

Nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.