*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 14. apríl 2015 12:00

FA vill að ráðuneyti tryggi fæðuöryggi

Félag atvinnurekenda vill að ráðherra rýmki fyrir innflutningi vegna yfirvofandi kjötskorts.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu erindi og óskað eftir því að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða verði kölluð saman vegna yfirvofandi verkfalls dýralækna. Fari dýralæknar í verkfall næstkomandi mánudag stöðvast slátrun í landinu og stutt er þá í skort á svína-, kjúklinga- og nautakjöti í verslunum. Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda.

Í bréfi Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra FA, til ráðuneytisins er bent á að landbúnaðarráðherra ber skylda til þess, samkvæmt 65. grein búvörulaga, að gefa út opinn innflutningskvóta á lægri tollum, þegar framboð búvöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði. „Félag atvinnurekenda fer þess á leit við ráðuneytið að það kalli saman ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða og nefndin undirbúi að gefa þegar í stað út opinn tollkvóta fyrir fjölbreytilegt úrval nauta-, alifugla- og svínakjöts, komi til verkfalls,“ segir í bréfinu.

Þar segir ennfremur: „Með skjótum viðbrögðum nefndarinnar og ráðherra má afstýra kjötskorti og tryggja fæðuöryggi landsmanna. Aðgerðaleysi stjórnvalda mun á hinn bóginn, að óbreyttu, valda skorti á nauðsynlegum matvælum, skerða lífsgæði og skaða allan almenning í landinu.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is