Á innkauparáðstefnu ríkisins, sem haldin var 6. nóvember sl. á Grand Hótel, voru 8 ríkisstofnunum veittar viðurkenningar fyrir að hafa tileinkað sér notkun á Innkaupakorti ríkisins og færslusíðu MasterCard sem hluta af rafrænu innkaupakerfi ríkisins.  Þetta voru: Sýslumaðurinn á Selfossi, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis, Kennaraháskóli Íslands, Íslenskar orkurannsóknir, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík, Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri og Listaháskólinn.

Auk þess fengu Stuðlar sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf við innleiðingu Innkaupakorts ríkisins en Stuðlar hafa verið virkir notendur frá því fyrstu kortin voru gefin út.

Innkaupakort ríkisins var þróað af Kreditkorti hf. í samstarfi við Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaup. Markmiðið var að einfalda innkaupaferla, auðvelda útgjaldastýringu vegna smærri innkaupa og þar með ná fram sem mestu hagræði við innkaupin.  Kortið hefur verið í notkun frá árinu 2000 og hafa nú nánast allar stofnanir ríkisins tekið það í notkun ásamt færslusíðunni en á henni má sjá allar úttektir kortsins, bókhaldsmerkja þær og senda rafrænt inn í viðkomandi bókhaldskerfi, hvort sem um er að ræða innan stofnunnar eða til Ríkisbókhalds.