Konur sitja í minna en einum þriðja af áhrifastöðum í atvinnulífinu í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Fæstar konur eru í stjórnunarstöðum í hernaði og í dómskerfinu en flestar konur sinna kennslu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lítur þetta alvarlegum augum og vill grípa til aðgerða en einungis ein kona á móti sjö körlum situr í stjórnum stærstu fyrirtækja í Evrópu.

Ríkisstjórn Bretlands er ekki hrifin af inngripum Evrópusambandsins og segir kynjamismuninn vera að minnka smám saman. Innanríkisráðuneytið í Bretlandi stefnir að því að konur verði í helmingi nýrra opinberra starfa fyrir árið 2015.