Facebook hefur bætt við upplýsingagjöf sína í skráningargögnum sem birt voru fyrr í vikunni. Upplýsingum um hvernig Facebook staðsetur farsímanotendur og viðvörun um einkaleyfamál gegn Yahoo var bætt við skráningarlýsingunar.Talið er að þessar upplýsingar séu verðmyndandi fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram á Bloomberg.

Til viðbótar er ítarlegar útskýringar á hvernig atkvæði hluthafa skiptast en Mark Zuckerberg hefur tryggt sér meirihluta atkvæða þannig að hann getur haft úrslitaáhrif á hvort fleiri hlutabréf í Facebook verði gefin út. Ekki hafa komið fram upplýsingar um að fyritækið hyggist draga þennan samning til baka.