Franska persónuverndarstofnunin hefur veitt Facebook lokaviðvörun vegna söfnunar og notkunar á persónuupplýsingum.

Stofnunin segir að Facebook hafi verið að safna upplýsingum um notendur sem heimsæki síðuna, en séu ekki skráðir notendur. Meðal þess sem Facebook er ásakað um er að fylgjast með netnotkun þeirra sem heimsækja t.d. fyrirtækjasíður jafnvel þótt þeir séu ekki skráðir notendur á Facebook. Í þeim tilvikum getur fyrirtækið fylgst með netnotkun þeirra án þess að þeir að þeir viti af því.

Stofnunin leggur einnig til að Facebook veiti skráðum notendum þann möguleika að heimila Facebook að afla og geyma upplýsinga um notendur. Facebook er einnig sakað um að hafa flutt persónuupplýsingar frá Evrópu til Bandaríkjanna, þrátt fyrir dóm Evrópudómstólsins frá síðasta ári sem sagði að það væri óheimilt.

Stofnunin gefur Facebook þrjá mánuði til að fylgja tilmælum stofnunarinnar, en ef fyrirtækið gerir það innan tímafrestsins þá verður ekki gripið til aðgerða.