Tíu ár eru í dag liðin síðan Mark Zuckerberg og vinir hans settu samfélagsmiðillinn Facebook á Netið. Miðillinn hét á þeim tíma Thefacebook og takmarkaðist aðgangurinn við nemendur í Harvard-háskóla. Á næstu mánuðum bættust fleiri skólar við.

Í júní á stofnárinu opnaði Facebook skrifstofu í Palo Alto í Kaliforníu. Í sama mánuði lagði fyrsti fjárfestirinn fyrirtækinu til fjármagn. Það var Peter Thiel, einn stofnenda PayPal.

Hlutirnir gerðust hratt eftir þetta. Undir lok fyrsta ársins í sögu Facebook voru notendur orðnir ein milljón talsins. Nú eru þeir 1,2 milljarðar. Tekjurnar voru sömuleiðis engar fyrsta árið. Nú eru þær orðnar tæpir 7,9 milljarðar dala, jafnvirði um 900 milljarða íslenskra króna.

Ári eftir stofnun Thefacebook felldu forsvarsmenn fyrirtækisins niður „the“ og hét fyrirtækið eftirleiðis Facebook.

Svona leit fyrsta útgáfa Facebook út.

Hér að neðan er farið yfir sögu Facebook í stuttu máli.