Facebook hefur sótt um tvo milljarða dala, andvirði um 240 milljarða króna, með því að höfða mál gegn þeim sem dreifa ruslpósti á samfélagsmiðlinum. Kom þetta fram í grein eftir Matt Jones, verkfræðing hjá Facebook, sem birtist á síðunni á föstudaginn.

Facebook hefur lagt mikla vinnu í að takmarka það magn af ruslpósti sem notendum berst á hverjum degi og segir Jones að fyrirtækið sé ekki feimið við að beita dómstólaleiðinni ef tæknilegar lausnir reynast ekki nægilegar.

„Við viljum minna þá, sem eru að hugsa um að brjóta gegn reglunum, á að við berjumst á móti til að koma í veg fyrir að þjónustan sé misnotuð,“ segir hann í greininni. Jones gaf ekki upp hverjum Facebook hefur stefnt í þessu skyni eða hvenær dómar féllu.