Facebook hefur gefið út nýtt „app“ fyrir iPad-tölvur og er það að sögn Financial Times ögrun við Apple en hugbúnaðarfyrirtæki munu nú geta náð til iPad-notenda án þess að fara í gegnum búð Apple. Apple hefur lengi legið undir ámæli fyrir að leyfa ekki forrit í símum sínum og tölvum án þess að þau séu keypt í gegnum búð fyrirtækisins.

Samtímis þykir Facebook þó vera að rétta út sáttarhönd enda hefur fyrirtækið gefið í skyn að það muni beina notendum vefjarins inn á veiðilendur Apple. Alls nota um 350 milljónir manna Facebook í farsímanum og þar af notar um helmingur til þess sérstakt forrit í stað vafra.