Samskiptasíðan Facebook er í 482. sæti yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna miðað við veltu. Samskiptasíðan er í fyrsta skipti á listanum sem nefnist Fortune 500.

Stjórnendur Facebook hafa ákveðið að reyna að auka veltuna með því að bjóða auglýsendum að birta sjónvarpsauglýsingunum í fréttaviðmóti (e. news feed).

Gengi hlutabréfa Facebook er 27% lægra en við skráningu í maí í fyrra, en hefur rétt mikið úr sér frá því að það var lægst.

Hér má sjá listann í heild.