*

þriðjudagur, 1. desember 2020
Erlent 30. júní 2020 06:57

Facebook í alvarlegum vandræðum?

Stórfyrirtæki krefja Facebook til að gera betur í aðgerðum sínum til að koma í veg fyrir hatursorðræðu með því að sniðganga félagið.

Ritstjórn
epa

Facebook er í alvarlegri hættu á að tapa hluta af auglýsingatekjum sínum, sem er meirihluti af tekjum félagsins. Ástæðuna má rekja til herferðirnar sem gengur undir myllumerkinu #stophateforprofit, sem myndaðist í kjölfar morðsins á George Floyd.

Herferðin gengur út á að fá félög til þess að sniðganga tæknifyrirtæki, meðal annars Facebook, og verja auglýsingatekjum sínum annars staðar. Frá þessu er greint á vef BBC.

Facebook hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að koma ekki nægjanlega í veg fyrir hatursorðræðu og dreifingu á misvísandi upplýsingum á vefnum sínum. Meðal fyrirtæki sem hafa tekið þátt í að sniðganga Facebook eru Coca-Cola, Unilever og Starbucks en 100 stærstu fyrirtækin sem auglýsa á Facebook eru um 6% af heildartekjum Facebook.