Facebook hefur ákveðið að kaupa upp eigin hlutabréf fyrir allt að 6 milljarða Bandaríkjadali, eða sem nemur 682 milljörðum íslenskra króna.

Stefnir fyrirtækið á að hefja uppkaupin á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en hve marga hluti og hve hratt kaupin verða gerð mun velta á markaðsaðstæðum. Í kjölfar tilkynningarinnar hækkaði virði hlutabréfa fyrirtækisins um 1%.

Endurkaup hlutabréfa er venjulega gert af eldri fyrirtækjum sem sjá fram á minnkandi vöxt, en aðgerðin lætur tekjur fyrirtækisins líta betur út með því að minnka hlutfallið milli tekna og fjölda hlutabréfa. Á síðustu árum hafa Apple, Google, og Microsoft öll staðið fyrir umfangsmiklum endurkaupum á hlutabréfum, en Facebook er yngri en hvert þessara fyrirtækja.

Búast við minni vexti í tekjum

David Wehner, fjármálastjóri fyrirtækisins, sagði að hann byggist við að tekjuvöxtur fyrirtækisins fari minnkandi á næsta ári eftir mikinn vöxt undanfarið. Byggja auknar tekjur fyrirtækisins á sölu auglýsinga á snjallsímum og spjaldtölvum, en þær standa nú undir 84% af tekjum fyrirtækisins. Árið 2012 var hlutfall þeirra varla mælanlegt.

En vöxturinn byggir á því að hægt sé að segja fleiri og auglýsingar í það efni sem fyrirtækið sendir frá sér, en nú býst fyrirtækið við að það sé búið að ná hámarki sínu.