Í fyrsta skipti frá skráningu hlutabréfa Facebook í maí í fyrra hefur gengi bréfanna farið yfir útboðsgengið. Í fyrsta útboðinu voru bréfin seld á 38 dali á hlut og þegar markaðir opnuðu í morgun var gengi bréfanna 37,96 dalir á hlut og fóru fljótlega yfir 38 dalina.

Útistandandi hlutabréf í Facebook eru 2,43 milljarðar að nafnvirði sem þýðir að markaðsvirði félagsins er um 92 milljarðar dala, andvirði um 11.000 milljarða króna.

Á einni viku hefur gengi hlutabréfa Facebook hækkað um ein 43% eftir að greint var frá óvæntri aukningu í auglýsingasölu í snjalltækjum.