Markaðsverðmæti Facebook, á lokuðuðum markaði fyrirtækja í einkaeigu, er nú um 16 dalir í hlut. Það þýðir að heildarverðmæti félagsins er um 41 milljarður dala, að því er segir í frétt Bloomberg.

Facebook er þar með orðið verðmætara en uppboðsvefsíðan EBay en markaðsverðmæti Ebay er í dag um 39,3 milljarðar dala. Það setur Facebook í þriðja sæti yfir verðmætustu netfyrirtæki heims.

Haft er eftir sérfræðingi á Bloomberg að verðmætið endurspegli ekki endilega hvað hlutabréf í Facebook muni kosta þegar þau fara á frummarkað. Það gæti raunar verið mörg ár þangað til að svo verði.