*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. nóvember 2013 12:24

Facebook rætt á Alþingi

Einar K. Guðfinnsson segist hafa verið síðastur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins til að skrá sig á Facebook.

Ritstjórn
Einar K. Guðfinnsson var lengi að tileinka sér Facebook.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Það er kannski svolítið óþægilegt að viðurkenna það hvað facebook er orðinn stór hluti af lífi fólks af minni kynslóð, sagði hin þrítuga Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi. Björt mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um forseta Alþingis verði falið að móta stefnu fyrir Alþingi um notkun samfélagsmiðla til að auka sýnileika Alþingi.

„Nethegðun hefur verið að breytast á þann veg að þú nennir ekki að smella mörgum sinnum á músina. Eftir því sem er þægilegra að nálgast í upplýsingar þeim mun líklegra er að þú gerir það,“ sagði Björt í ræðu sinni. 

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að næsta skref Alþingis væri að taka Facebook í sína þjónustu. Hann benti á að Alþingi hafi verið í fararbroddi við miðlun upplýsinga. Þetta hefði meðal annars verið gert með upptökum á ræðum og fleira. Allir væru sammála um að heimasíða Alþingis hefði að geyma gríðarlegt magn af upplýsingum. 

Einar tók undir það sjónarmið að Facebook væri orðinn mjög stór hluti af daglegu lífi fólks. „Það er líka athyglisvert að fylgjast með því hve margir af eldri kynslóðinni eru farnir að tileinka sér notkun þess,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. 

„Þeir sem á annað borð eru skráðir þátttakendur á facebook virðast nota þetta mikið,“ sagði Einar en viðurkenndi jafnframt að hann hefði verið sá síðasti í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem hefði skráð sig á facebook. 

Stikkorð: Alþingi