Netfyrirtækið Facebook er sagt eiga í viðræðum um kaup á fyrirtækin Titan Aerospace. Kaupverðið er sagt um 60 milljónir dala, jafnvirði tæpra 6,8 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið framleiðir ómönnuð loftför eða svokallaða dróna.

Reuters-fréttastofan segir ætlunina að nota drónana til að bæta netsamband fólks í vanþróaðri ríkjum heims sem alla jafna hafi ekki aðgang að gagnaflutningsneti, s.s. í Afríku og Asíu.

Drónar Titan Aerospace eru knúnir áfram af sólarrafhlöðum og geta þeir verið á lofti í allt að fimm ár.