Bandarísk yfirvöld ætla að kanna lögmæti skattahagræðinga facebook. Fyrirtækið gæti skuldað allt að 5 milljarða Bandaríkjadala. Þetta kemur fram á síðu bandaríska verðbréfaeftirlitsins.

Rétt eins og önnur bandarísk stórfyrirtæki er félagið með stóra sjóði á Írlandi. Landið er þekkt fyrir hagkvæma skatta og gott rekstrarumhverfi fyrir erlend félög.

Yfirvöld hafa verið að kanna skattamál facebook frá árinu 2010. Fréttirnar virðast þó hafa lítil áhrif á gengi bréfanna, því markaðsvirði fyrirtækisins er nálægt sögulegu hámarki.